Kondo Logo

Persónuverndarskilmálar fyrir Kondó

Um skilmálana

Hér er að finna upplýsingar um okkur, hvernig við vinnum með upplýsingar um þig í smáforritinu eða vefsíðunni Kondó, í hvaða tilgangi og með hvaða heimild, hvaða tegundir af upplýsingum við vinnum með um þig, hverjum við miðlum þeim til, hversu lengi upplýsingarnar verða geymdar, hver þín réttindi eru varðandi vinnsluna og hvaðan upplýsingarnar eru fengnar. Þá segjum við frá því hvaða kröfur við gerum til þeirra sem vinna með upplýsingarnar þínar, hvernig þú getur

Um okkur

Við erum íslenska félagið Alfreð ehf., kt. 630217-0830. Við erum ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga þinna í smáforritinu og vefsíðunni Kondó.

Hvernig vinnum við með upplýsingar um þig?

Í smáforritinu Kondó gefum við þér kost á að skoða á einum stað upplýsingar um íbúðarhúsnæði hér á landi sem boðið er til leigu á ýmsum vefsíðum á Netinu. Þú getur einnig sótt sömu þjónustu á Vefnum á vefslóðinni kondo.is.

Hægt er að merkja þær auglýsingar með hjarta sem þú vilt halda til haga, að leita að húsnæði af ákveðinni gerð, stærð o.s.frv. og að setja upp vakt sem fylgist með því húsnæði sem uppfyllir leitarskilyrði þín. Þú getur svo valið í smáforritinu að fá tilkynningar þegar nýjar auglýsingar koma um eignir sem uppfylla leitarskilyrðin þín í vaktinni.

Til þess að muna hvaða auglýsingar þú merktir með hjarta eða til að virkja vaktina þá eru vistaðar upplýsingar um í smáforritinu eða, ef þú tengist vefsíðunni okkar, í þeim vefskoðara sem þú notar til að tengjast þjónustunni (í „local storage“). Til þess að þú getir nýtt þér þessa virkni smáforritsins og vefsíðunnar þurfum við þannig að vinna með persónuupplýsingar um þig. Þeim söfnum við eingöngu frá tæki þínu og einungis ef þú samþykkir þessa persónuverndarskilmála.

Upplýsingarnar flytjum til vinnsluaðila okkar sem sjá um að vista þær og vinna með til að geta veitt þér framangreinda þjónustu.

Í hvaða tilgangi vinnum við með upplýsingar um þig?

Við vinnum eingöngu með persónuupplýsingar um þig í þeim tilgangi að veita þér þá þjónustu sem boðið er upp á í smáforritinu og á vefsíðunni.

Hver er heimild okkar til að vinna við með upplýsingar um þig?

Við byggjum alla okkar vinnslu persónuupplýsinga um þig á samþykki þínu sem þú veitir með því að haka við í reitnum „Samþykkja skilmála“ í smáforritinu eða á vefsíðunni.

Hvaða tegundir af upplýsingum vinnum við með um þig?

Við vinnum með eftirtaldar tegundir af persónuupplýsingum um þig:

  • Auðkenni, þ.e. einkvæmt auðkenni snjalltækisins/tölvunnar og IP tala þess tækis þegar það hefur samband við okkur.
  • Notkunarupplýsingar, þ.e. upplýsingar um hversu oft og hvernig smáforritið eða vefsíðan eru notuð, svo sem hvaða leið notendur fara um og á hvað þeir smella.
  • Greiningarupplýsingar, þ.e. upplýsingar um hvenær smáforritið var virkjað, hvort það eða vefsíðan bili, frjósi eða hætti skyndilega, hve langan tíma það tekur að ræsa og hve mikla orku það notar.
  • Stillingarupplýsingar, þ.e. hvernig þú ert með smáforritið eða vefsíðuna stillt hverju sinni, svo sem um hvort þú vilt fá tilkynningar í smáforritinu.
Hvert miðlum við upplýsingum um þig?

Við sendum upplýsingar um þig til vinnsluaðila okkar sem annast vinnslu þeirra til að veita þér þá þjónustu sem þú nýtur í smáforritinu. Við höfum gert vinnslusamninga í samræmi við ákvæði réttarreglna um persónuvernd við alla okkar vinnsluaðila. Við áskiljum okkur rétt til að skipta um vinnsluaðila og þú getur nálgast upplýsingar um hverjir eru vinnsluaðilar okkar á hverjum tíma með því að hafa samband með þeim hætti sem lýst er hér að neðan undir „Hafðu samband“.

Við vinnum eingöngu með persónuupplýsingar þínar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og afhendum ekki upplýsingar um þig til annarra nema á grundvelli fyrirmæla í settum réttarreglum eða niðurstöðum dómstóla.

Hversu lengi verða upplýsingar um þig geymdar? Hvernig getur þú afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslunni og fengið upplýsingum um þig eytt?

Þér er ekki skylt að afhenda okkur neinar upplýsingar. Einu afleiðingar þess að þú veitir okkur ekki upplýsingar er að viðkomandi þjónusta í smáforritinu eða á vefsíðunni mun þá ekki virka sem skyldi eða yfir höfuð. Við vinnum með upplýsingar þínar þar til þú eyðir smáforritinu af snjalltækinu þínu eða eyðir þeim upplýsingum úr vefskoðaranum þínum um vefsíðuna sem hafa vefið vistaðar þar (í „local storage“). Hér er dæmi um leiðbeiningar um hvernig megi eyða slíkum upplýsingum úr helstu tegundum vefskoðara: https://www.leadshook.com/help/how-to-clear-local-storage-in-google-chrome-browser/

Hver eru þín réttindi varðandi vinnsluna?

Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að og afriti af persónuupplýsingum þínum hjá okkur, láta okkur leiðrétta þær ef þær eru rangar eða villandi eða láta okkur eyða þeim ef við höfum ekki lengur heimild til að vinna með þær. Þessum réttindum er nánar lýst í lögum um persónuvernd, sbr. nú 17. og 20. gr. laga nr. 90/2018. Þú átt samkvæmt síðarnefndu lagagreininni einnig rétt á að flytja eigin gögn eða að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum. Þú átt einnig rétt á að andmæla vinnslunni skv. 21. gr. laganna. Þá átt þú að auki rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vinnslunnar. Skrifstofa hennar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík og netfang hennar er postur@personuvernd.is

Hvaðan eru upplýsingarnar um þig fengnar?

Við vinnum eingöngu með upplýsingar um þig sem þú, snjalltæki þitt eða vefskoðari þinn hafa látið okkur í té eða upplýsingar sem við höfum skráð um notkun þína á smáforritinu eða vefsíðunni.

Hvernig gætum við að öryggi persónuupplýsinganna?

Við gerum tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga þinna miðað við þá áhættuna sem steðjar að vinnslu þeirra, m.a. eftir því sem við á:

  • notum gerviauðkenni og dulkóðun upplýsinganna,
  • höfum persónuupplýsingar tiltækar og endurheimtum aðgang að þeim tímanlega ef aðgengi að þeim skerðist og
  • förum eftir ferli við að prófa og meta reglulega ráðstafanir okkar til að tryggja öryggi.
Hvaða kröfur gerum við til þeirra sem vinna með upplýsingar um þig?

Við gerum þær kröfur til þeirra sem við miðlum upplýsingum þínum til að þeir fari með upplýsingarnar á jafn öruggan hátt eða öruggari en lýst er í þessum skilmálum.

Gildandi lög og lausn ágreiningsmála

Um skilmála þessa og notkun smáforritsins og vefsíðunnar gilda íslensk lög. Ef það rís réttarágreiningur í tengslum við þetta smáforrit eða vefsíðu, svo sem um vinnslu persónuupplýsinga sem þeim tengist, skal bera hann undir héraðsdóm Reykjavíkur.

Hafðu samband

Þú getur ávallt haft samband við okkur á netfanginu hallo@kondo.is um hvaðeina sem tengist smáforritinu og vefsíðunni eða vinnslu persónuupplýsinga þinna í tengslum við þau.

Breytingar á skilmálunum

Það kann að vera að við breytum skilmálunum af og til en þá munum við ávallt óska eftir að þú skoðir hina breyttu skilmála og samþykkir þá áður en þú heldur áfram að nota smáforritið eða vefsíðuna.

Þetta er útgáfa 1.0 af skilmálunum, gefin út 31. desember 2022.